Þá fjöllum við áfram um málefni hælisleitendanna sem stendur til að vísa úr landi og ræðum við lögfræðing Rauða krossins sem gagnrýnir málatilbúnað dómsmálaráðherra.
Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Hjúkrunarfræðingur á Læknavaktinni óttast að það muni aðeins valda meira álagi í heilbrigðiskerfinu.
Einnig segjum við frá því að styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun.