Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 16:01 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að bregðast þurfi við aukinni komu flóttamanna. Vísir/Samsett Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00