Innlent

Drógu vélarvana bát í land

Árni Sæberg skrifar
Björgunarbátur dró vélarvana bátinn í höfn í Hafnarfirði í morgun.
Björgunarbátur dró vélarvana bátinn í höfn í Hafnarfirði í morgun. Aðsend/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveit í Hafnarfirði var kölluð út snemma í morgun vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi.

Einn var um borð í bátnum sem var staddur um einn og hálfan kílómetra frá landi rétt vestur af Straumsvík, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Mikill forgangur var á útkallinu þar sem bátinn rak hratt að landi og var björgunarbátur frá Hafnarfirði komin á vettvang aðeins um hálftíma eftir að útkall barst.

Áhöfn björgunarbátsins tók bátinn í tog dróg hann til hafnar. Alls tók útkallið um klukkustund og allt fór vel að lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.