Innlent

Fimm á slysa­deild eftir að eldur kom upp

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Eldsupptök eru ókunn en það var íbúi í húsinu sem tilkynnti um eldinn.
Eldsupptök eru ókunn en það var íbúi í húsinu sem tilkynnti um eldinn. Vísir/Vilhelm

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun.

Herbergið sem um ræðir er í kjallara hússins en enginn var inni í því þegar slökkviliðið kom á staðinn. 

Töluverður eldur og reykur var þar inni en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldsupptök eru ókunn en það var íbúi í húsinu sem tilkynnti um eldinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.