Innlent

Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tvö rafskútuslys urðu með mínútu millibili í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 
Tvö rafskútuslys urðu með mínútu millibili í miðbæ Reykjavíkur í nótt.  Vísir/Vilhelm

Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um annað rafhlaupahjólaslys í miðbænum klukkan tíu mínútur í tvö þegar einstaklingur datt af hjólinu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um umferðaróhapp klukkan sex í gærkvöldi þegar bifreið var ekið af veginum. Ökumaður fann fyrir minniháttar meiðslum og var bifreið hans fjarlægð með dráttarbifreið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×