„Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því“ Elísabet Hanna skrifar 26. maí 2022 11:30 Sólborg telur það ráðlegt að börn fái kynfræðslu snemma í skólakerfinu. Skjáskot/Instagram Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir, einnig þekkt undir listamannanafninu Suncity, segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu og tengi það aðeins við kynferðislegar athafnir en hún leggur til að fræðslan fari fram á öllum skólastigum. Sólborg var gestur í Jákastinu hjá Kristjáni Hafþórssyni þar sem hún ræddi meðal annars Eurovision ævintýrin sem hún tók þátt í fyrst árið 2018 og aftur í ár með lagið „Hækkum í botn“. Þrátt fyrir að vera að byggja upp tónlistarferil en hún einnig virkur aktívisti og hélt úti miðlinum Fávitar í nokkur ár en út frá honum hafa sprottið bækur og sjónvarpsþættir. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Fræðslur og starfshópur Hún hefur verið með fyrirlestra um land allt á eigin vegum og tekið þátt í vitundarvakningu í kringum samskipti kynjanna. Hún segir það vera sitt hjartans mál að efla kynfræðslu á öllum skólastigum og hefur leitt starfshóp innan menntamálaráðneytisins sem skilaði inn skýrslu með tillögum um úrbætur á kynfræðslu í skólakerfinu. „Það hefðu mjög margir gott af því að umræðan væri meira opinská heldur hún hefur verið. Því það eru svo margir sem upplifa: „ég er ein í heiminum með þetta vandamál“ eða þessar pælingar eða hugsanir,“ segir hún. „Við þurfum að vera hugrakkari við að spyrja þegar við vitum ekki í staðin fyrir að gera ráð fyrir allskonar.“ View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Vill fyrirbyggja „Við viljum bara að það sé kynfræðsla hérna á öllum skólastigum á hverju einasta ári frá því að þau byrja í fyrsta bekk og þar til þau útskrifast úr framhaldsskóla.“ Sólborg segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu. „Kynfræðsla er ekki: „Við erum að kenna hérna munnmök“. Kynfræðsla er líka bara að kenna þeim á líkamann sinn og heiti yfir líkamsparta, að kenna þeim samþykki. Þú þarft ekki að knúsa bekkjarsystur þína ef þú vilt það ekki.“ Hún segir slíkt fyrirkomulag geta fyrirbyggt allskonar mál sem koma reglulega upp. Hún telur að slík fræðsla myndi meðal annars fækka ofbeldismálum, myndi bæta líðan ungmenna, fækka kynsjúkdómasmitum og fækka ótímabærum þungunum. „Pældu í því ef við hefðum byrjað á því í fyrsta bekk að fá bara grunnin að þessu svo er þetta byggt á hverju einasta ári ofan á fyrri þekkingu, ímyndaðu þér hvernig fólk við værum að útskrifa úr framhaldsskóla ef það hefði fengið bara endalaust um heilbrigð samskipti og mörk og fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Klám getur gefið ungu fólki ranga mynd Sólborg segir það galið að ekki sé verið að leggja meira upp úr því að fyrirbyggja ofbeldi og sporna gegn því í stað þess að einblína meira á hvað eigi að gera eftir að það eigi sér stað. „Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því af því að þeir læra eitthvað í klámi sem þeir halda að sé kynlíf en er ofbeldi.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan þar sem hún ræðir hvaða atvik mótaði hana sem persónu, álagið að vera aktívisti, hvernig reynsla mótar lífið, Fávita bækurnar, sjónvarpsþáttinn og óvænt áhugamál: Jákastið Fávitar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Er hann ekki bara skotinn í þér? Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 26. apríl 2022 15:30 „Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. 16. febrúar 2022 07:00 „Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 5. apríl 2022 13:48 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Sólborg var gestur í Jákastinu hjá Kristjáni Hafþórssyni þar sem hún ræddi meðal annars Eurovision ævintýrin sem hún tók þátt í fyrst árið 2018 og aftur í ár með lagið „Hækkum í botn“. Þrátt fyrir að vera að byggja upp tónlistarferil en hún einnig virkur aktívisti og hélt úti miðlinum Fávitar í nokkur ár en út frá honum hafa sprottið bækur og sjónvarpsþættir. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Fræðslur og starfshópur Hún hefur verið með fyrirlestra um land allt á eigin vegum og tekið þátt í vitundarvakningu í kringum samskipti kynjanna. Hún segir það vera sitt hjartans mál að efla kynfræðslu á öllum skólastigum og hefur leitt starfshóp innan menntamálaráðneytisins sem skilaði inn skýrslu með tillögum um úrbætur á kynfræðslu í skólakerfinu. „Það hefðu mjög margir gott af því að umræðan væri meira opinská heldur hún hefur verið. Því það eru svo margir sem upplifa: „ég er ein í heiminum með þetta vandamál“ eða þessar pælingar eða hugsanir,“ segir hún. „Við þurfum að vera hugrakkari við að spyrja þegar við vitum ekki í staðin fyrir að gera ráð fyrir allskonar.“ View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Vill fyrirbyggja „Við viljum bara að það sé kynfræðsla hérna á öllum skólastigum á hverju einasta ári frá því að þau byrja í fyrsta bekk og þar til þau útskrifast úr framhaldsskóla.“ Sólborg segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu. „Kynfræðsla er ekki: „Við erum að kenna hérna munnmök“. Kynfræðsla er líka bara að kenna þeim á líkamann sinn og heiti yfir líkamsparta, að kenna þeim samþykki. Þú þarft ekki að knúsa bekkjarsystur þína ef þú vilt það ekki.“ Hún segir slíkt fyrirkomulag geta fyrirbyggt allskonar mál sem koma reglulega upp. Hún telur að slík fræðsla myndi meðal annars fækka ofbeldismálum, myndi bæta líðan ungmenna, fækka kynsjúkdómasmitum og fækka ótímabærum þungunum. „Pældu í því ef við hefðum byrjað á því í fyrsta bekk að fá bara grunnin að þessu svo er þetta byggt á hverju einasta ári ofan á fyrri þekkingu, ímyndaðu þér hvernig fólk við værum að útskrifa úr framhaldsskóla ef það hefði fengið bara endalaust um heilbrigð samskipti og mörk og fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) Klám getur gefið ungu fólki ranga mynd Sólborg segir það galið að ekki sé verið að leggja meira upp úr því að fyrirbyggja ofbeldi og sporna gegn því í stað þess að einblína meira á hvað eigi að gera eftir að það eigi sér stað. „Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því af því að þeir læra eitthvað í klámi sem þeir halda að sé kynlíf en er ofbeldi.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan þar sem hún ræðir hvaða atvik mótaði hana sem persónu, álagið að vera aktívisti, hvernig reynsla mótar lífið, Fávita bækurnar, sjónvarpsþáttinn og óvænt áhugamál:
Jákastið Fávitar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Er hann ekki bara skotinn í þér? Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 26. apríl 2022 15:30 „Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. 16. febrúar 2022 07:00 „Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 5. apríl 2022 13:48 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Er hann ekki bara skotinn í þér? Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 26. apríl 2022 15:30
„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. 16. febrúar 2022 07:00
„Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir. 5. apríl 2022 13:48