Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2022 14:38 Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um myndun hans í morgun heldur aðeins tekið fram hver fengi bæjarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51