Innlent

Valdimar tekur við af Rósu í árs­byrjun 2025

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir verður bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson tekur þá við starfinu.
Rósa Guðbjartsdóttir verður bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson tekur þá við starfinu. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 

Fram kemur í tilkynningu frá flokkunum að síðustu daga hafi verið unnið að málefnasamningi flokkanna og hann verði kynntur á næstu dögum. 

Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan sé á kjörtímabilinu, stuðla áfram að kröftugri uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu, velferð fyrir alla aldurshópa og halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun. 

Þá segir í tilkynningunni að Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi bæjarstjóri, verði áfram bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taki þá við starfinu. Þar til verði hann formaður bæjarráðs. 

Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×