Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2022 14:38 Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um myndun hans í morgun heldur aðeins tekið fram hver fengi bæjarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51