Innlent

Atvinnuleysi dregist saman milli ára

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ástand á atvinnumarkaði hefur braggast milli ára, samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands.
Ástand á atvinnumarkaði hefur braggast milli ára, samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi hefur dregist saman um 6,1 prósentustig milli ára, að því er fram kemur í skýrslu Hagstofunnar.

Samkvæmt skýrslunni var hlutfall atvinnulausra 2,5 prósent í apríl 2022 en til samanburðar var atvinnuleysi 8,6 prósent í apríl 2021 og hefur því dregist saman um 6,1 prósentustig millli ára.

Hagstofan mælir hlutfall atvinnulausra nokkuð jafnt milli kynja, 2,8 prósent meðal karla og 2,2 prósent meðal kvenna. Þannig hafi atvinnuleysi á meðal karla lækkað um 4,1 prósentustig á milli ára en um 8,5 prósentustig á meðal kvenna.

Mánaðarlegt hlutfall starfandi 16-74 ára, samkvæmt Hagstofunni.Hagstofa Íslands

Fram kemur í m 211 þúsund einstaklingar á aldrinum 16-74 ára voru á vinnumarkaði í apríl 2022 sem jafngildir 78,5 prósentu atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu voru um 203.100 starfandi en um 7.900 atvinnulausir og í atvinnuleit.

Þá hafi atvinnuþáttaka staðið nánast í stað á milli ára samanborið við apríl 2021 á meðan hlutfall starfandi hafi aukist um 5,7 prósentustig. Starfandi einstaklingar hafi unnið að jafnaði 32,6 stundir á viku í apríl 2022 og því hafi unnum stundum fækkað um 1,3 á milli ára.

Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 16-74 ára, samkvæmt Hagstofunni.Hagstofa Íslands

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Hagstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×