Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Snorri Másson skrifar 25. maí 2022 08:00 Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu. Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira