Innlent

Rúta fór út af við Ár­túns­brekku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá hvar rútan stendur utan vegar.
Hér má sjá hvar rútan stendur utan vegar. Aðsend

Rúta hafnaði utan vegar við Ártúnsbrekku nú í kvöld.

Fréttastofa hefur fengið senda mynd af rútunni sem hafnaði utan vegar þannig að framhluti hennar vísaði skáhalt niður.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki fengið tilkynningu um málið þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um það. Slökkvilið kemur aðeins að málum sem þessum þegar slys verða á fólki eða þegar hættuleg efni, svo sem eldsneyti, byrja að leka úr farartækjum.

Myndir af svæðinu sýna vinnu við að koma rútunni af svæðinu, en til þess þurfti að loka veginum, sem var enn lokaður um klukkan ellefu í kvöld.

Vinna við að koma rútunni burt tók nokkurn tíma.Aðsend

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×