Lífið

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger eignuðust aðra stúlku

Elísabet Hanna skrifar
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt áttu eina dóttur saman fyrir.
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt áttu eina dóttur saman fyrir. Getty/Rich Polk

Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans Katherine Schwarzenegger tóku á móti sinni annarri dóttur um helgina. Stúlkan hefur fengið nafnið Eloise Christina Schwarzenegger Pratt en saman eiga þau fyrir Lylu Mariu sem fæddist í ágúst árið 2020.

Chris Pratt á einnig soninn Jack, sem er rúmlega níu ára, með fyrrum eiginkonu sinni Önnu Faris. Chris er þekktastur fyrir hlutverk sín í Parks and Recreation, Guardians of the Galaxy, Avengers og Jurassic World. Katherine er rithöfundur og elsta dóttir Tortímandans Arnold Schwarzenegger.

Samkvæmt heimildum People voru hjónin alltaf búin að vonast eftir því að geta gefið Lylu annað systkini.

„Við erum svo spennt að tilkynna fæðingu annarrar dóttur okkar, Eloise Christina Schwarzenegger Pratt. Móður og barni heilsast vel . Okkur líður svo blessuðum og þakklátum. Ást, Katherine og Chris,“ 

sögðu hjónin í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli

Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.