Lífið

Chris Pratt og Anna Faris að skilja

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Pratt fékk afhenta stjörnu á Hollywood Walk of Fame í apríl á þessu ári.
Pratt fékk afhenta stjörnu á Hollywood Walk of Fame í apríl á þessu ári. Vísir/Getty
Leikarahjónin Chris Pratt og Anna Faris hafa tilkynnt um fyrirhugaðan skilnað sinn. Tilkynningin var birt á samfélagsmiðlum parsins í gær en þau hafa verið gift í átta ár.

„Okkur Önnu þykir miður að tilkynna að við erum að skilja. Við reyndum af öllum mætti í langan tíma og við erum mjög vonsvikin. Sonur okkar á tvo foreldra sem elska hann mjög mikið og hans vegna viljum við halda þessum aðstæðum eins persónulegum og hægt er í framhaldinu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Pratt. Önnur sambærileg tilkynning var birt á Twitter-reikningi Faris.

„Við elskum hvort annað enn þá, okkur mun alltaf þykja vænt um tíma okkar saman og halda áfram að bera virðingu fyrir hvort öðru.“

Pratt og Faris kynntust við tökur á kvikmyndinni Take Me Home Tonight árið 2007 og gengu í hjónaband tveimur árum seinna. Þau eiga saman einn son, Jack.

Pratt hefur notið gríðarmikilla vinsælda í Hollywood undanfarin misseri í kjölfar hlutverka hans í stórmyndunum Jurassic World og Guardians of the Galaxy. Faris kom sér á kortið í Scary Movie-kvikmyndunum svokölluðu og hefur síðan einbeitt sér að gamanhlutverkum. Hún lék í umdeildri kvikmynd Sacha Baron Cohen, The Dictator, árið 2012 og síðan 2013 hefur hún leikið aðalhlutverkið í gamanþáttaröðinni Mom.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.