Lífið

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger trúlofuð

Sylvía Hall skrifar
Parið sást fyrst saman í júní á síðasta ári.
Parið sást fyrst saman í júní á síðasta ári. TMZ
Leikarinn Chris Pratt og rithöfundurinn Katherine Schwarzenegger eru trúlofuð. Leikarinn tilkynnti þetta í færslu á Instagram-síðu sinni í morgun.

„Elsku Katherine, ég er svo glaður að þú sagðir já,“ skrifaði leikarinn við mynd af sér og Schwarzenegger þar sem sjá má stærðarinnar trúlofunarhring. Samband parsins varð opinbert í júní á síðasta ári þegar sást til þeirra í lautarferð. 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by chris pratt (@prattprattpratt) on Jan 13, 2019 at 11:12pm PSTPratt hefur gert garðinn frægan í myndum á borð við Avengers og Passenger og lék einnig í þáttunum Parks and Recreation. Schwarzenegger er dóttir stórleikarans Arnold Schwarzenegger og fyrrum eiginkonu hans Mariu Shriver sem er systurdóttir John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna.

Pratt skildi við eiginkonu sína Önnu Faris árið 2017 eftir átta ára hjónaband en parið er sagt vera perluvinir í dag og skrifaði Faris ummæli við myndina þar sem hún sagðist vera glöð fyrir þeirra hönd. Þau eiga einn son saman og sögðu þau í upphafi að þau stefndu að því að láta hann finna sem minnst fyrir skilnaðinum.


Tengdar fréttir

Hræðilegir skilnaðarskellir

Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.