Lífið

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger giftu sig í gær

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjölmiðlar ytra segja athöfnina hafa verið lágstemmda.
Fjölmiðlar ytra segja athöfnina hafa verið lágstemmda. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Chris Pratt gekk að eiga bandaríska rithöfundinn Katherine Schwarzenegger  í gær. Chris Pratt, sem er 39 ára, er hvað þekktastur fyrir að leika Peter Quill sem gengur undir ofurhetjunafninu Starlord, í Marvel-myndunum um The Guardians of the Galaxy, eða Verndarar vetrarbrautarinnar.

Schwarzenegger er 29 ára gömul en hún hefur gefið út sjálfshjálparbækur og barnabækur. Hún er elsta barn leikarans Arnold Schwarzenegger og blaðamannsins og rithöfundarins Mariu Shriver.

Bandaríska tímaritið People greinir frá því að athöfnin hafi verið lágstemmd bæði Arnold og Maria voru viðstödd brúðkaup dóttur þeirra.

Á meðal gesta voru James Gunn, sem leikstýrði Guardians of the Galaxy-myndunum, og fyrrverandi eiginkona Chris Pratt, Anna Faris, sem mætti ásamt sex ára syni þeirra. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.