Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:40 Herjólfur í Landeyjahöfn. Skipstjórinn stýrði ferjunni í sjö ferðum í desember 2021 og janúar 2022 án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi. Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi.
Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17