Jarðhræringar hafa verið tíðar á Reykjanesskaga síðustu vikurnar.Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum.
Fyrr um daginn, eða rétt fyrir tíu í gærmorgun, kom annar á svipuðum slóðum og var sá enn stærri, eða 3,5 stig.
Strax í kjölfar hans, eða um fjórum mínútum síðar kom annar enn stærri, eða 3,6 stig. Þessir skjálftar fundust einnig vel í byggð.
Annars mældust um 450 skjálftar á svæðinu í gær samkvæmt Veðurstofunni en svo virðist sem nóttin hafi verið heldur rólegri, á töflu yfir jarðhræringar sést að enginn skjálfti hefur farið yfir tvö stig frá miðnætti.
Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.