Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Í miðbænum var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi við skemmtistað. Maðurinn hafði lent í útistöðum við dyraverði og farið í burtu, en kom aftur stuttu seinna, þá vopnaður hafnaboltakylfu. Maðurinn var ógnandi en engan sakaði og var hann látinn gista í fangaklefa.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í lögregluumdæmi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Alls var tilkynnt um þrjár innbrotstilraunir í Árbænum í nótt og telur lögreglan að sami aðilinn hafi verið að verki í öll skiptin. Hann var handtekinn við seinustu tilraunina.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira