Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Árni Sæberg skrifar 20. maí 2022 15:39 Til stendur að bjóða út starfsemi Landspítala á Vífilsstöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila. Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila.
Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59