Innlent

Lög­reglu­bílar skemmdir eftir eftir­för

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi um klukkan 11 í morgun.
Frá vettvangi um klukkan 11 í morgun. Vísir/Vilhelm

Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

Ljósmyndari fréttastofu náði myndum af bílunum þar sem þeir höfðu hafnað utan í vegriði á brúnni.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eftirför hafi hafist á tíunda tímanum í morgun eftir að ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunamerki hennar. 

„Ökumaðurinn ók Reykjanesbraut til norðurs uns för hans var stöðvuð á móts við Stekkjarbakka. Þrjú ökutæki skemmdust við eftirförina, en engin slys urðu á fólki. Mildi þykir að ekki fór verr, en bifreiðinni var ekið langt yfir leyfðan hámarkshraða. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og færður á lögreglustöð. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×