Innlent

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfstæðismenn tryggðu sér sjö fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn Garðabæjar.
Sjálfstæðismenn tryggðu sér sjö fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn Garðabæjar. Vísir/Vilhelm

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að farið hafi verið yfir flokkun á öllum atkvæðum og hvert einasta atkvæði talið upp á nýtt. „Atkvæðafjöldinn skiptist með nákvæmlega sama hætti milli flokka í endurtalningunni og í upphaflegri talningu.“

Niðurstaða sú sama við endurtalningu atkvæða

Fjögur framboð fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn:

 • D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 7 fulltrúa,
 • G-listi Garðabæjarlistans fékk 2 fulltrúa,
 • C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa
 • B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa

Lokatölurnar voru eftirfarandi: Alls greidd atkvæði voru 8733, alls voru á kjörskrá 13 622. Kjörsókn í Garðabæ var 64,1% sem er örlítið minni kosningaþátttaka en árið 2018 (67%).

Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:

 • Brynja Dan Gunnardóttir (B)
 • Sara Dögg Svanhildardóttir (C)
 • Almar Guðmundsson (D)
 • Björg Fenger (D)
 • Sigríður Hulda Jónsdóttir (D)
 • Margrét Bjarnadóttir (D)
 • Hrannar Bragi Eyjólfsson (D)
 • Gunnar Valur Gíslason (D)
 • Guðfinnur Sigurvinsson (D)
 • Þorbjörg Þorvaldsdóttir (G)
 • Ingvar Arnarson (G)


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.