Lífið

Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. Facebook

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga.

„Þá er þess magnaði hópur á leiðinni til Íslands eftir stórkostlega Grænlands þverun. Það var ekkert gefins í þessum leiðangri og hafa þurfti fyrir hverjum kílómetra. Fimbulkulda, erfitt færi, rifskaflar og snjóblinda voru tíðir gestir og því voru góðu dagarnir meira en vel þegnir þegar þeir komu.“

Vilborg segir frá því að lokakafli ferðarinnar hafi verið einstaklega krefjandi. Með henni í leiðangrinum voru Brynhildur Ólafsdottir, Karen Kjartansdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og fleiri. 

„Endaspretturinn var af harðari gerðinni þefar skíðaðir voru 65 km í beit til að ná af jökli fyrir óhagstætt veður.“

Hún hitti annan hóp Íslendinga uppi á jöklinum. 

„Hópurinn var framúrskarandi og tók öllum áskorunum með jafnaðargleði Það var stór stund að hitta hinn íslenska hópinn sem var á ferðinni undir stjórn Einars Torfa, sem hjálpaði mér mikið fyrir fyrstu þverunina fyrir 10 árum.Magnað að vera 13 Íslendingar samankomnir á hájöklinum, frábær sókn í leiðangursferðum okkar fólks.“

Vilborg þakkar sérstaklega bakvarðasveitinni sem var á fullu á meðan hópurinn var á ferðinni.

„Eftir mánuð á jökli er tími til að fara heim í sólina og það munaði stundum 60° á milli Slóveníu og jökulsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×