Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 18. maí 2022 10:58 Viðræður standa yfir um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10