Innlent

Sveitar­stjórinn fékk flest at­kvæði í Súða­víkur­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Stöð 2

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, fékk flest atkvæði í óhlutbundnum kosningum í Súðavíkurhreppi síðastliðinn laugardag. Hlutkesti réði því hverjir tóku fjórða og fimmta sætið í sveitarstjórn.

Kjörsókn í sveitarfélaginu var 68 prósent, en gild atkvæði á kjörstað voru 111 og utankjörfundaratkvæðin átján.

Úrslit kosninganna voru á þessa leið þar sem eftirfarandi munu skipa sveitarstjórn Súðavíkurhrepps á kjörtímabilinu:

  1. Bragi Þór Thoroddsen 57 atkvæði 
  2. Aníta Björk Pálínudóttir 47 atkvæði
  3. Yordan Slavov Yordanov 39 atkvæði
  4. Jónas Ólafur Skúlason 34 atkvæði
  5. Kristján Rúnar Kristjánsson 34 atkvæði

Varamenn:

  • 6.Eiríkur Valgeir Scott 34 atkvæði
  • 7. Kjartan Geir Karlsson
  • 8.Dagbjört Hjaltadóttir
  • 9.Sigurdís Samúelsdóttir
  • 10.Anne Berit Vikse

Þar sem þrír voru jafnir í 4. til 6. sæti réðust úrslit með hlutkesti. Varð það til þess að þeir Jónas Ólafur Skúlason og Kristján Rúnar Kristjánsson taka sæti sem aðalmenn, en Eiríkur Valgeir Scott er varamaður.

Bragi Þór Thoroddsen hefur gegnt embætti sveitarstjóra Súðavíkurhrepps síðustu ár og segir hann í samtali við Vísi að hann hann eigi von á að framhald verði á, þó að slíkt skýrist á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar.

Við óbundna kosningu eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests.


Tengdar fréttir

Fólks­fjölgun í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár

Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×