Sjálfstæðismenn í viðræður við N-lista um nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2022 14:14 Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Magnús Hlynur Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra ætla að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf við N-lista Nýja óháða listans. Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra. Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra.
Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira