Innlent

Garð­yrkju­maður að norðan stýrir Kirkju­garða­sam­bandinu

Eiður Þór Árnason skrifar
Smári Sigurðsson, nýr formaður Kirkjugarðasambands Íslands.
Smári Sigurðsson, nýr formaður Kirkjugarðasambands Íslands. Aðsend

Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, er nýr formaður Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ). Smári var kosinn einróma á 26. aðalfundi sambandsins sem haldinn var á laugardag.

Þórsteinn Ragnarsson, fráfarandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og formaður KGSÍ frá stofnun KGSÍ árið 1995, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Fram kemur í tilkynningu að Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs, og Ingvar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri KGRP, hafi verið kjörnir í stjórn KGSÍ ásamt Smára. Varastjórn skipa Albert Eymundsson frá Höfn og Anna Kristjánsdóttir frá Akranesi. Fulltrúar frá kirkjugörðum víðs vegar af landinu er sagðir hafa mætt á fundinn en þar lagði stjórn sambandsins fram skýrslu og reikninga ársins 2021.

Smári Sigurðsson er garðyrkjumaður að mennt og hefur stýrt Kirkjugörðum Akureyrar frá árinu 1997. Áður vann hann sem verktaki í kirkjugörðum víða um land. Smári hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samfélagið og má þar meðal annars nefna störf með hjálparsveitunum en hann var varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2005 til 2011 og síðan formaður á árunum 2015 til 2019.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.