Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 10:10 Guðni forseti er mikill tungumálamaður og spreytir sig reglulega á öðrum tungumálum. Íslenskan verður í aðalhlutverki í þessari ferð hans vestur um haf. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira