Innlent

Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð og voru upptök hans 5,2 kílómetra vestnorðvestur af Grindavík.
Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð og voru upptök hans 5,2 kílómetra vestnorðvestur af Grindavík. Vísir/Egill

Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna.

Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í gær mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. Í nótt var stærsti skjálftinn þrjú stig að stærð og aðrir minni og færri en síðustu daga.

Í tilkynningu frá Almannavörnum eru íbúar hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.

Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Í tilkynningunni er þá bent á að nánar sé hægt að kynna sér varnir og viðbúnað á heimasíðu Almannavarna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×