Innlent

Skjálftinn hafði engin á­hrif á virkjanir

Árni Sæberg skrifar
Jarðvarmi hefur verið virkjaður á Hengilssvæðinu í rúm 30 ár.
Jarðvarmi hefur verið virkjaður á Hengilssvæðinu í rúm 30 ár. Aðsend/ON

Jarðskjálftinn sem reið yfir við Hellisheiði um fimmleytið í dag hafði engin áhrif á virkjanir Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu.

Jarðskjálftinn var 4,8 að stærð og varð í miklu návígi við virkjanir Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að engin breyting hafi verið á rekstri virkjana ON í aðdraganda skjálftans og að skjálftinn hafi engin áhrif haft á rekstur virkjananna.

„Þetta var ótrúlega nálægt virkjunni svo við höfðum smá áhyggjur af henni,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við Vísi.

Þá segir að skjálftinn hafi verið sá stærsti sem orðið hefur á svæðinu í þrjátíu ára sögu virkjunnar á Hengilssvæðinu. Veðurstofan hefur ekki mælt stærri skjálfta á svæðinu frá 1991, þegar mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×