Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. maí 2022 11:57 Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki sé í boði að skilja nokkurn landshluta eftir þegar kemur að orkuskiptum. vísir/arnar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór. Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira