Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 10:59 Sigríður Jónsdóttir hefur lagt niður vopnin. vísir/magnús hlynur Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn. Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn.
Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira