Eurovisionvaktin: Seinna undankvöldið keyrt í gang í Tórínó Kristín Ólafsdóttir, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 12. maí 2022 17:05 Átján lönd stíga á sviðið í Tórínó í kvöld. EBU/Vísir Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar átján landa í eftirfarandi röð: Finnland, Ísrael, Serbía, Aserbaídsjan, Georgía, Malta, San Marínó, Ástralía, Kýpur, Írland, Norður-Makedónía, Eistland, Rúmenía, Pólland, Svartfjallaland, Belgía, Svíþjóð, Tékkland. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar átján landa í eftirfarandi röð: Finnland, Ísrael, Serbía, Aserbaídsjan, Georgía, Malta, San Marínó, Ástralía, Kýpur, Írland, Norður-Makedónía, Eistland, Rúmenía, Pólland, Svartfjallaland, Belgía, Svíþjóð, Tékkland. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira