Vonar að konan taki því fagnandi að sjá meira af honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 10:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveður embættið. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum. Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Embætti landlæknis hefur auglýst starf sóttvarnalæknis til umsóknar. Ástæðan er sú að Þórólfur, fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að stíga af sviðinu. Þórólfur sagði í viðtali við Véstein Örn Pétursson fréttamann, sem sýnt var beint á Vísi á tólfta tímanum, að Covid-19 faraldurinn væri þrátt fyrir allt ekki búinn. Nú væri góður tími hér á landi til að fara yfir farinn veg, huga að sóttvörnum að nýju og gera síðustu tvö ár upp. „Þetta er góður tími fyrir mig og sóttvarnirnar að stokka upp,“ sagði Þórólfur. Hann segir gott að fá nýjan mann í brúna. Margt þurfi að gera upp. Búa til nýja viðbragðsáætlun enda muni koma annar faraldur og þá þurfi að búa að reynslunni. Hann útilokar ekki að koma að þeirri vinnu en það sé þó óráðið. Fjölskyldan í forgang Óvíst er hvað taki við en hann ætli þó að setja fókusinn á sjálfan sig og fjölskylduna. Aðspurður segist hann vona að eiginkonan taki því fagnandi að hann sé að hætta og sjái meira af honum. Þórólfur lítur stoltur um farinn veg, þakklátur fyrir samvinnuna með öllum sem hönd hafi lagt á plóg hjá landlækni og almannavörnum. En því sé fjarri að kominn sé endapunktur í sóttvörnum. „Þetta er eilífðarverkefni.“ Þá segir hann starf sóttvarnalæknis afar skemmtilegt. Að vinna við það fag sem hann hafi lagt fyrir sig og með frábæru fólki. „Það eru forréttindi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Tengdar fréttir Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent