Innlent

Lottóröðin verður dýrari og vinnings­líkur minnka

Smári Jökull Jónsson skrifar
Íslensk getspá hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að breytingar verði gerðar á Lottóinu.
Íslensk getspá hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að breytingar verði gerðar á Lottóinu. Vísir/Vilhelm

Lottóröðin mun hækka um tuttugu krónur og þá verður kúlum fjölgað um tvær nái tillaga Íslenskrar getspár um breytingar á Lottóinu fram að ganga.

Tillögurnar má finna í Samráðsgáttinni þar sem almenningi gefst tækifæri til að segja álit sitt á fyrirhuguðum breytingum. Lottóröðin kostar núna 130 krónur en mun kosta 150 krónur verði af breytingunum.

Þá verður kúlum fjölgað en núna eru þær fjörtíu talsins og þarf að fá fimm tölur réttar í sömu röð til að hljóta aðalvinninginn. Samkvæmt tillögu Íslenskrar getspár verða kúlurnar fjörtíu og tvær og minnka því líkurnar á að hljóta aðalvinninginn.

Sitt sýnist hverjum um þessa tillögu en í umsögn um breytingatillöguna í Samráðsgáttinni má sjá umsögn frá ósáttum lottóspilara.

„Ekki gott mál. Þessi breyting mun minnka vinningslíkurnar verulega og ekki voru þær miklar fyrir. Líklega eru mun meiri líkur að verða fyrir loftsteini en að fá hæsta vinninginn í lottó.“

Þess má geta að líkurnar á að vinna fyrsta vinning verða 1:850.668 fari breytingarnar í gegn en samkvæmt einfaldri leit á netinu eru líkurnar á því að verða fyrir loftsteini 1:840.000.000



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×