Anna Soffía og Heiðrún Pálsdóttir mættust í úrslitum í opnum flokki sem og í mínus 70 kg flokki. Anna Soffía hafði betur í bæði skiptin og varð því tvöfaldur meistari.
Zaza Siminosvhili vann Egil Blöndal í úrslitum í opnum flokki karla. Siminosvhili hafði fyrr um daginn unnið 73 kg flokk á meðan Egill vann mínus 90 kg flokk.