Sport

Vann á­tjánda og ní­tjánda Ís­lands­meistara­titilinn um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir vann Íslandsmeistaratitla númer 18 og 19 um helgina.
Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir vann Íslandsmeistaratitla númer 18 og 19 um helgina. Mynd/ÍSÍ

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann sinn átjánda og nítjánda Íslandsmeistaratitil í júdó í Digranesi á laugardag þar sem Íslandsmótið í júdó fór fram.

Anna Soffía og Heiðrún Pálsdóttir mættust í úrslitum í opnum flokki sem og í mínus 70 kg flokki. Anna Soffía hafði betur í bæði skiptin og varð því tvöfaldur meistari.

Zaza Siminosvhili vann Egil Blöndal í úrslitum í opnum flokki karla. Siminosvhili hafði fyrr um daginn unnið 73 kg flokk á meðan Egill vann mínus 90 kg flokk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.