Innlent

Um­ferðar­tafir vegna bíl­veltu í Mos­fells­bæ

Eiður Þór Árnason skrifar
Búið er að fjarlægja bílinn af vettvangi.
Búið er að fjarlægja bílinn af vettvangi. Vísir/Guðni

Bílvelta átti sér stað í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag og olli atvikið nokkrum umferðartöfum.

Minniháttar slys urðu á fólki að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en umferðaróhappið átti sér stað á hringtorgi við Helgafellsland í Mosfellsbæ.

Tilkynning barst um bílveltuna klukkan 14.40 en búið er að fjarlægja bílinn af staðnum og er aðgerðum lokið á vettvangi.

Nokkrar tafir urðu á umferð. Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.