Ávarp Volodómírs Selenskís er sögulegt í ljósi þess að þetta verður í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.
Þá tökum við stöðuna á átökunum í Úkraínu og segjum frá sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi sem fram fóru í gær. Þá verður fjallað um málarekstur konu sem missti foreldra sína og bróður í flugslysinu við Múlakot árið 2019.
Einnig heyrum við í skipuleggjenda mótmæla á Austurvelli vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.