Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 10:39 Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Vísir/Vilhelm Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira