„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 21:38 Úr dómsal þegar aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels