Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 16:41 Sverrir Einar segist ekki geta unað þeirri niðurstöðu sem varð í héraði í meiðyrðamáli hans á hendur Sindra Þór en Sverrir segir fyrirliggjandi að Sindri hafi lagt sig í framkróka um að valda sér sem allra mestu tjóni með ummælum um sig á Twitter. Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. „Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni. Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
„Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni.
1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira