Innlent

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið hefur verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga.
Mikið hefur verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Vísir/Egill

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.

Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að samtöl hafi staðið yfir milli ríkis og borgar síðustu daga og um síðustu helgi. Niðurstaða sé nú komin í málið.

Á vef Reykjavíkurborgar má sjá dagskrá næsta fundar borgarráðs sem fram fer á morgun. 29. mál á dagskrá fundarins er „Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal – trúnaðarmál - til afgreiðslu“. Næsta mál á dagskrá fundarins er svo „Þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum – til afgreiðslu“. Ekki er minnst á nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta í dagskránni, ef frá er talin „tillaga um framlag til Þjóðarleikvangs vegna markaðskönnunar og rekstrar“.

Myndi nýtast börnum í Laugardal

Framtíð bæði Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og einnig hvernig skuli standa að fjármögnun nýrra leikvanga. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga.

Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um aðstöðuleysi ungmenna í Laugardal til að stunda íþróttir og sagði Dagur í samtali við Vísi í lok mars að hann hugðist leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef ekki næðist samkomulag við ríkið um nýja þjóðarhöll í Laugardal sem gæti þá einnig nýst til íþróttaiðkunar fyrir börn í Þrótti og Ármanni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.