Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2022 21:01 Einar og Sólborg Una, eiginkona hans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Einar Eðvald Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Einar Eðvald Einarsson, er 51 árs, búsettur að Syðra-Skörðugili og skipa 1. sæti á lista Framsóknar í komandi sveitastjórnarkosningum í Skagafirði. Ég er giftur Sólborgu Unu Pálsdóttir sem er Héraðsskjalavörður Skagfirðinga og saman eigum við dótturina Eddu Björg sem verður 11 ára í sumar. Ég lauk stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki, B.Sc. frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og síðan M.Sc. frá danska Landbúnaðarskólanum í Kaupmannahöfn vorið 1999. Mitt megin starf er rekstur Urðarkattar ehf., en undir því nafni rekum við minkabú með 3.500 minkalæðum og skinnaverkun ásamt því að sjá um rekstur á minkabúinu í Héraðsdal en þar eru 2.900 minkalæður. Samhliða skinnaframleiðslunni þá framleiðum einnig græðandi smyrsl, handáburð og leðurfeiti úr minkaolíu sem fellur til við verkun skinnanna og seljum þær vörur undir vörumerkinu Gandur. Búið er rekið sem fjölskyldubú og 8-9 ársverk eru tengd rekstrinum. Ég hef alla tíð haft gaman af félagsmálum og verið virkur þátttakandi í þeim alla tíð. Mín fyrstu alvöru kynni af sveitarstjórnarmálum hófust árið 2002 þegar ég var fyrst kjörinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir Framsókn. Var þá í sveitarstjórn í 8 ár en fór eftir það neðar á listann en hélt engu að síður áfram að sitja í nefnum og ráðum fyrir Framsókn í Skagafirði. Ég hef því í gegnum tíðina kynnst ýmsum af þeim verkefnum sem sveitarfélagið stendur fyrir og komið að mörgum skemmtilegum málum sem hafa orðið að veruleika og bætt okkar samfélag. Margt væri hægt að telja upp en vinna við hitaveituvæðingu dreifbýlis og lagningu ljósleiðara var afar skemmtileg, en einnig mætti nefna margt sem tengist skipulagsmálum, en ég hef tvívegis tekið þátt í að vinna og samþykkja nýtt Aðalskipulag fyrir sveitarfélagið ásamt fjölmörgu öðru. Einar með forsetahjónunum og fleirum. Ég hef mikla trú á framtíð Skagafjarðar og það er mín sannfæring að mikilvægt sé að tryggja öfluga búsetu í bæði dreifbýli og þéttbýli, en það gerir okkur að betra samfélagi. Skagafjörður er landfræðilega stórt hérað og því verður dreifing þjónustu eins og aðgengi íbúa að leikskólum og grunnskólum að taka mið af því. Í grunninn erum við framleiðslusamfélag sem byggir á landbúnaði og sjávarútvegi en samhliða því höfum við einnig byggt upp öflugt þjónustusamfélag þar sem bæði starfar mikið af sjálfstæðum fyrirtækjum en einnig opinberar stofnanir. Fjölbreytt atvinna og öflugir innviðir gerir okkur að sterku samfélagi sem við þurfum að halda áfram að bæta og byggja upp. Framboðslisti Framsóknar er skipaður af fólki úr öllum atvinnugreinum og víðavegar að úr héraðinu sem gerir hann öflugan og tilbúinn til að takast á við þau ótal mörgu verkefni sem bíða. Það er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig að leiða listann en ég lít á það sem tækifæri fyrir okkur öll til að koma öllum þeim góðu og mikilvægu verkefnum áfram sem við viljum gera til að gera samfélagið okkar sterkara og betra. Byggjum upp enn öflugri Skagafjörð og hugsum um okkur sem heild, þá mun okkur farnast vel. Setjum X við B á kjördag og kjósum áframhaldandi uppbyggingu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skagafjörður. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er allt mikilvægt í Skagafirði og þegar eitthvað lítilvægt fer í taugarnar á mér verður það mikilvægt! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Minkarækt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekinn fyrir of hraðann akstur á unglingsárum, akandi um á gamla Skodanum sem komst þó ekki mjög hratt. Félögum mínum fannst þetta jaðra við kraftaverk. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni. Hvaða lag peppar þig mest? Rabbabara Rúna! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þori ekki að prófa. Göngutúr eða skokk? Reiðtúr takk! Uppáhalds brandari? Sá síðasti sem dóttir mín spurði mig að var hvað kallarðu „afa í gír“? Hvað er þitt draumafríi? Hestaferð með góðum vinum að njóta íslenskrar náttúru. Ekki göngutúr eða skokk, heldur útreiðatúr. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 - hlutirnir fara bara batnandi með árunum! Uppáhalds tónlistarmaður? Sæþór Már Hinriksson, hann er á listanum! Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að taka þátt í að afskrifa girðingu sem aldrei var girt! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Benedikt Erlingsson – við erum með svipað hárafar. Einar er mikill hestamaður. Hefur þú verið í verbúð? Nei, bara kjörbúð. Áhrifamesta kvikmyndin? Börn náttúrunnar, enda lék ég í henni! Áttu eftir að sakna Nágranna? Ekki í sjónvarpinu. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég flyt ekki! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Súrmjólk í hádeginu. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Einar Eðvald Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Einar Eðvald Einarsson, er 51 árs, búsettur að Syðra-Skörðugili og skipa 1. sæti á lista Framsóknar í komandi sveitastjórnarkosningum í Skagafirði. Ég er giftur Sólborgu Unu Pálsdóttir sem er Héraðsskjalavörður Skagfirðinga og saman eigum við dótturina Eddu Björg sem verður 11 ára í sumar. Ég lauk stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki, B.Sc. frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og síðan M.Sc. frá danska Landbúnaðarskólanum í Kaupmannahöfn vorið 1999. Mitt megin starf er rekstur Urðarkattar ehf., en undir því nafni rekum við minkabú með 3.500 minkalæðum og skinnaverkun ásamt því að sjá um rekstur á minkabúinu í Héraðsdal en þar eru 2.900 minkalæður. Samhliða skinnaframleiðslunni þá framleiðum einnig græðandi smyrsl, handáburð og leðurfeiti úr minkaolíu sem fellur til við verkun skinnanna og seljum þær vörur undir vörumerkinu Gandur. Búið er rekið sem fjölskyldubú og 8-9 ársverk eru tengd rekstrinum. Ég hef alla tíð haft gaman af félagsmálum og verið virkur þátttakandi í þeim alla tíð. Mín fyrstu alvöru kynni af sveitarstjórnarmálum hófust árið 2002 þegar ég var fyrst kjörinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir Framsókn. Var þá í sveitarstjórn í 8 ár en fór eftir það neðar á listann en hélt engu að síður áfram að sitja í nefnum og ráðum fyrir Framsókn í Skagafirði. Ég hef því í gegnum tíðina kynnst ýmsum af þeim verkefnum sem sveitarfélagið stendur fyrir og komið að mörgum skemmtilegum málum sem hafa orðið að veruleika og bætt okkar samfélag. Margt væri hægt að telja upp en vinna við hitaveituvæðingu dreifbýlis og lagningu ljósleiðara var afar skemmtileg, en einnig mætti nefna margt sem tengist skipulagsmálum, en ég hef tvívegis tekið þátt í að vinna og samþykkja nýtt Aðalskipulag fyrir sveitarfélagið ásamt fjölmörgu öðru. Einar með forsetahjónunum og fleirum. Ég hef mikla trú á framtíð Skagafjarðar og það er mín sannfæring að mikilvægt sé að tryggja öfluga búsetu í bæði dreifbýli og þéttbýli, en það gerir okkur að betra samfélagi. Skagafjörður er landfræðilega stórt hérað og því verður dreifing þjónustu eins og aðgengi íbúa að leikskólum og grunnskólum að taka mið af því. Í grunninn erum við framleiðslusamfélag sem byggir á landbúnaði og sjávarútvegi en samhliða því höfum við einnig byggt upp öflugt þjónustusamfélag þar sem bæði starfar mikið af sjálfstæðum fyrirtækjum en einnig opinberar stofnanir. Fjölbreytt atvinna og öflugir innviðir gerir okkur að sterku samfélagi sem við þurfum að halda áfram að bæta og byggja upp. Framboðslisti Framsóknar er skipaður af fólki úr öllum atvinnugreinum og víðavegar að úr héraðinu sem gerir hann öflugan og tilbúinn til að takast á við þau ótal mörgu verkefni sem bíða. Það er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig að leiða listann en ég lít á það sem tækifæri fyrir okkur öll til að koma öllum þeim góðu og mikilvægu verkefnum áfram sem við viljum gera til að gera samfélagið okkar sterkara og betra. Byggjum upp enn öflugri Skagafjörð og hugsum um okkur sem heild, þá mun okkur farnast vel. Setjum X við B á kjördag og kjósum áframhaldandi uppbyggingu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skagafjörður. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er allt mikilvægt í Skagafirði og þegar eitthvað lítilvægt fer í taugarnar á mér verður það mikilvægt! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Minkarækt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekinn fyrir of hraðann akstur á unglingsárum, akandi um á gamla Skodanum sem komst þó ekki mjög hratt. Félögum mínum fannst þetta jaðra við kraftaverk. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni. Hvaða lag peppar þig mest? Rabbabara Rúna! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þori ekki að prófa. Göngutúr eða skokk? Reiðtúr takk! Uppáhalds brandari? Sá síðasti sem dóttir mín spurði mig að var hvað kallarðu „afa í gír“? Hvað er þitt draumafríi? Hestaferð með góðum vinum að njóta íslenskrar náttúru. Ekki göngutúr eða skokk, heldur útreiðatúr. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 - hlutirnir fara bara batnandi með árunum! Uppáhalds tónlistarmaður? Sæþór Már Hinriksson, hann er á listanum! Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að taka þátt í að afskrifa girðingu sem aldrei var girt! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Benedikt Erlingsson – við erum með svipað hárafar. Einar er mikill hestamaður. Hefur þú verið í verbúð? Nei, bara kjörbúð. Áhrifamesta kvikmyndin? Börn náttúrunnar, enda lék ég í henni! Áttu eftir að sakna Nágranna? Ekki í sjónvarpinu. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég flyt ekki! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Súrmjólk í hádeginu. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira