Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 16:29 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið. Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið.
Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30
Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36
Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42