Fjölskyldan kannaðist ekkert við manninn í kistunni Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 08:30 Sumar kistulagningar eru viðburðaríkari en aðrar. Vísir/Vilhelm Hefðbundin kistulagning tók nokkuð óvænta stefnu í Neskirkju á fimmtudag þegar í ljós kom að fjölskyldan kannaðist ekki við manninn í kistunni. Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit. Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit.
Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira