Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 11:38 Sjókví í Reyðarfirði. Alls þarf að tæma níu sjókvíar vegna ISA-veirunnar sem nú hefur greinst í laxi á staðnum. Vísir/Arnar Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20