Enski boltinn

Enginn búinn að skora fleiri mörk á móti bestu liðunum en Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo skorar hér fyrir Manchester United á móti Chelsea í gærkvöldi. Þetta var hans áttunda mark á móti topp fimm liði í vetur.
Cristiano Ronaldo skorar hér fyrir Manchester United á móti Chelsea í gærkvöldi. Þetta var hans áttunda mark á móti topp fimm liði í vetur. AP/Dave Thompson

Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United jafntefli á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með kominn með sautján deildarmörk á tímabilinu.

Ronaldo er annar markahæsti leikmaður deildarinnar með jafnmörg mörk og Son Heung-Min hjá Tottenham og fimm mörkum færra en Mohamed Salah hjá Liverpool.

Það hefur hins vegar enginn skorað fleiri mörk á móti efstu fimm liðunum í dag sem eru Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur.

Ronaldo hefur skorað átta mörk á móti þessum fimm liðum þar af fjögur mörk á móti Tottenham og þrjú mörk á móti Arsenal.

Mohamed Salah hefur skorað sex mörk á móti bestu liðunum og Son Heung-Min er með þrjú mörk í leikjum við efstu fimm liðin.

Salah hefur aftur á móti skoraði fimm mörk á móti Manchester United sem er eins og er í sjötta sæti deildarinnar.

 • Mörk Cristiano Ronaldo í leikjunum á móti efst fimm liðunum:
 • Skoraði ekki í 5-0 tapi á móti Liverpool
 • 1 mark í 3-0 sigri á Tottenham
 • Skoraði ekki í 2-0 tapi á móti Manchester City
 • Skoraði ekki í 1-1 jafntefli á móti Chelsea
 • 2 mörk í 3-2 sigri á Arsenal
 • 3 mörk í 3-2 sigri á Tottenham
 • (Lék ekki í 4-1 tapi á móti Manchester City)
 • (Lék ekki í 4-0 tapi á móti Liverpool)
 • 1 mark í 3-1 tapi á móti Arsenal
 • 1 mark í 1-1 jafntefli á móti ChelseaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.