Lífið

Fór óhefðbunda leið upp brattann á Hafursey

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur á Hafursey.
Garpur á Hafursey. Garpur I. Elísabetarson

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Ég fór upp á Hafursey, sem er við rætur Mýrdalsjökuls, á norðanverðum Mýrdalssandi. Dagurinn var fallegur og leiðin greið. Torsóttur malarvegurinn sem tók við af þjóðveginum skilaði mér að Hafursey og útsýni til allra átta.

Hafursey skiptist um Klofgil, vesturhlutinn er nefndur Skálafell (582m) og hæst ber Kistufell (513m) á austurhlutanum.

Hafursey við rætur Mýrdalsjökuls.

Ég ákvað að ég myndi skreppa uppá Skálafell, og lagði af stað norðurhluta Hafursey, sem er skemmtilega brattur. Móbergið er klætt þykkum mosa alla leiðina upp.

Gangan var stutt og þægileg en þegar á toppinn er komið er útsýnið stórkostlegt. Mýrdalsjökull í norður, svörtu sandarnir, grænu fjöllinn, sem leiða okkur inn að Þakgili og svo Hjörleifshöfði til suðurs. Ef vel er að gáð til austurs má svo sjá Vatnajökul sjálfan.

Garpur I. Elísabetarson

En dagurinn frábær, og auðvelt að mæla með göngu á Hafursey, og jafnvel að kynna sér ferðir inn í Kötlujökul þar sem magnaðir íshellar leynast.

Ferðadagbók Garps úr þessu ævintýri má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Garpur uppi á Hafursey

Garpur I Elísabetarson, kvikmyndagerðamaður og ævintýramaður, flakkar um fjöll landsins vopnaður dróna og myndavélum. Garpur ætlar að segja og sýna frá ferðalögunum og öllu tengdu útivist í reglulegum pistlum hér á Lífinu á Vísi. 

Þættina hans, Okkar eigið Ísland, má finna hér.

Hér er svo hægt að fylgjast með Garpi á InstagramTengdar fréttir

Treysti á broddana í bröttum hlíðum Búlandstinds

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.