Lífið

Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur fór á Lómagnúp á dögunum.
Garpur fór á Lómagnúp á dögunum. Vísir/Garpur I. Elísabetarson

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið.


Dásamlegur dagur og 2000 metra hækkun

Mig hefur lengi langað á Lómagnúp, fjallið sem gnæfir yfir Skeiðarársand eins og Indjáni og vaktar þjóðveginn. Lómagnúpur er eitt af þeim fjöllum sem mér hefur fundist erfitt að finna almennilegan veðurglugga fyrir, enda safnast oft saman lágský yfir fjallinu og auðvitað langt ferðalag fyrir borgarbarn eins og mig.

vísir

Eftir erfiðan og appelsínugulan vetur birti skyndilega til og ég dreif mig af stað. Ég keyrði austur og gisti hjá vinum mínum í Svínafelli, meðan ég undirbjó ferðalagið, fór yfir veðurspá, smurði nesti og skoðaði leiðarval upp fjallið.

Veðurspáin hélt og ég dreif mig af stað. Ég fékk dásamlegan dag á Lómagnúp, og þar sem ég gleymdi sólarvörninni þá fékk ég aðeins að finna fyrir því þegar ég var kominn á fjallið sjálft, enda allt á kafi í snjó og endurspeglun mikil.

Ég hefði sennilega ekki getað fengið mikið betri dag, og leiðin ótrúlega skemmtileg, mikil hækkun og lækkun á leiðinni og taldi úrið mitt 2000 metra í hækkun eftir daginn.

Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband og ferðadagbók um þetta skemmtilega ævintýri.

Klippa: Garpur tók drónann með á Lómagnúp

Garpur I Elísabetarson, kvikmyndagerðamaður og ævintýramaður, flakkar um fjöll landsins vopnaður dróna og myndavélum. Garpur ætlar að segja og sýna frá ferðalögunum og öllu tengdu útivist í reglulegum pistlum hér á Lífinu á Vísi. 

Þættina hans, Okkar eigið Ísland, má finna hér.

Hér er svo hægt að fylgjast með Garpi á Instagram


Tengdar fréttir

Enduðu við einstakan foss eftir göngu inn Nauthúsagil

Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland völdu Garpur og Rakel að ganga inn Nauthúsagil. Ástæðan var að skyggnið var svo slæmt að þau vildu fara í leiðangur þar sem útsýnið yrði fallegt þrátt fyrir veðrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×