Innlent

Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mótmælendur voru á annan tug sem voru mættir fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun.
Mótmælendur voru á annan tug sem voru mættir fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Vísir/Vilhelm

Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð.

Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum.

Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst?

„Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist.

„Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×